Vangaveltur – Málverkasýning Erlu Axels

Veitingastofur 1.hæð

Erla Axels opnar málverkasýninguna Vangaveltur í Hannesarholti laugardaginn 14.október kl.14. Um sýninguna segir hún: "í fjarlægð sé ég ofursmá hús í birtu borgarmarkanna og þegar ég lít mér nær sé ég mosann, grágrýtissprungur og breytileg jarðlög í klettum." Verkin eru unnin í blandaða tækni. Kórfélagar Erlu hjá Margréti Pálma syngja nokkur lög við opnunina.

Bókakaffi með Sigríði Hagalín Björnsdóttur

Veitingastofur 1.hæð

Gestir geta gætt sér á kaffi og meðlæti á meðan þeir heyra hvað Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður á Ríkisútvarpinu hefur að segja um sína fyrstu skáldsögu Eyland, sem hefur fengið frábærar viðtökur.