Heilsuspjall: Tölvur og kynlíf

Hljóðberg

Hvað verður um ástina á tölvuöld? Óttar Guðmundsson veltir upp ýmsum spurningum um áhrif tölvuvæðingar á líf okkar, á samskipti kynjanna og kynlíf, samskipti á heimili og hvort tölvan ýtir undir meiri nánd eða einangrun.

kr.1500

Syngjum saman

1.hæð og Hljóðberg

Unnur Sara Eldjárn og Hlynur Þór Agnarsson stjórna klukkustundarlangri söngstund fyrir almenning þar sem textar birtast á tjaldi og allir syngja með. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum.

kr.1000

Dagstund með Páli Bergþórssyni

Hljóðberg Grundarstígur 10, Reykjavík

Páll Bergþórsson sagnabrunnur og fyrrum Veðurstofustjóri deilir með gestum sýn sinni á sögur af Vínlandsferðunum fyrir 1000 árum, sem finna má í Grænlendingasögu og Eiríks Sögu Rauða. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

Bókmenntaspjall – Gunnar Theodór Eggertsson

Hljóðberg

Gunnar Theodór Eggertsson spjallar um dýrasögur og barnabækur og fantasíur og hvað annað sem kemur upp í hugann í bókmenntaspjalli. Hann varði nýlega doktorsritgerð sína í almennri bókmenntafræði, sem nefnist Eiginleg dýr: Athuganir á veröldum dýra í tungumáli, menningu og sagnahefð, eða Literal Animals: An Exploration of Animal Worlds through Language, Culture and Narrative, við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Gunnar hefur einnig skrifað nokkrar bækur fyrir börn og ungmenni og hlaut m.a. Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Steindýrin árið 2008 og tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Drauga-Dísu árið 2015. Vegan súpa og heimabakað brauð í boði frá kl.18.30 á kr.2150. Borðapantanir í síma 511-1904.

kr.1500