Leikið og lofað í garðinum heima – Kristín Þorkelsdóttir myndlistarkona

Kristín Þorkelsdóttir myndlistarkona sýnir akvarellur málaðar frá 2012 til 2016. Sýningin stendur yfir frá 12. nóv. til 14. des. 2016. Kristín á að baki glæsilegan feril sem grafískur hönnuður og myndlistarmaður. Akvarellurnar sem nú verða sýndar eru málaðar í bataferli eftir blóðtappa og lömun sem Kristín varð fyrir í júní 2012. Í bataferlinu málaði hún úti í garði flesta daga þegar veður leyfði og telur hún það stóran þátt í bataferlinu. Við opnun sýningarinnar mun Gunnar Kvaran sellóleikari leika tónlist eftir Bach.

Syngjum saman

Hljóðberg

Systkinin Svana og Gísli Víkingsbörn stjórna klukkustundarlangri söngstund þar sem [...]

kr.1000

Eftirlætis ljóðasöngvar

Hjóðberg Grundarstíg 10, Reykjavik, Reykjavík, Iceland

Þýskar og franskar ljóðperlur Tónleikar og fyrirlestur Sólrún Bragadóttir söngkona og Anna Málfríður Sigurðardóttir píanóleikari flytja þýskar og franskar ljóðaperlur.

kr.2500

Leikur að garni – List án landamæra

Baðstofuloftið í Hannesarholti Grundarstígur 10, Reykjavík , Iceland

Á sýningunni Leikur að garni verða til sýnis og sölu barnapeysur, húfur, dúkkuhúfur og dúkkupeysur prjónaðar úr léttlopa hannaðar af Halldóru Sigríði Bjarnadóttur. Peysurnar eru litríkar, bjartar og skemmtilegar og í þeim er mikill leikur.

Listakonan kynnir verk sín

Hannesarholt veitingastofur 1.hæð

Kristín Þorkelsdóttir myndlistakona mætir í hús og segir áhugasömum frá [...]

Jólaveisla með Harold Burr

Hljóðberg

Jólaplatti og lifandi tónlist í Hljóðbergi fimmtudagskvöldið 1.desember með Harold [...]

kr.10900

Kvöldstund með Sigríði Snævarr

Hjóðberg Grundarstíg 10, Reykjavik, Reykjavík, Iceland

Kvöldstund með Sigríði Ásdísi Snævarr. Sigríður varð fyrst íslenskra kvenna til að vera skipuð sendiherra. Var það árið 1991 á miklum umbrotatímum. Hún hefur starfað víða um heim sem diplómat síðan 1978, hóf starfsferilinn í Sovétríkjunum og var síðast erlendis sem sendiherra í París. Hún er enn í utanríkisþjónustunni og vinnur með diplómötum framtíðarinnar.

kr.1500