Hleð Viðburðir
Event Series Event Series: MYRKIR MÚSÍKDAGAR – DÚÓ FREYJA

ENGLISH BELOW!
(Við viljum vekja athygli á að hægt er að kaupa 3 eða fleiri miða á tónleika Myrkra músíkdaga á Tix.is með 20 % afslætti.)

Dúó Freyja heimsfrumflytur dúetta fyrir fiðlu og víólu eftir sex íslenskar konur í Hannesarholti fimmtudaginn 30.janúar kl.17.00 á Myrkum músíkdögum.

Dúó Freyju skipa þær Rannveig Marta Sarc, fiðluleikari og Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari. Á tónleikunum frumflytja þær dúetta eftir Misti Þorkelsdóttur, Elínu Gunnlaugsdóttur, Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Báru Grímsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur.

Báðar stunduðu þær nám við Juilliard skólann í New York og eru mæðgur. Þær hafa verið ötulir flytjendur samtímatónlistar en spila einnig mikið kammertónlist svo og forntónlist á upprunahljóðfæri. Svava er fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún hefur gefið út tvo geisladiska, sá seinni Svaviola II er með íslenskum verkum fyrir víólu og píanó. Rannveig Marta hefur unnið til fjölda verðlauna og spilað sem einleikari með hljómsveitum.

——-
(By buying 3 or more tickets at Dark Music Days you get 20 % discount)

World premiere of six duos for violin and viola by Icelandic female composers.

Duo Freyja consists of violinist Rannveig Marta Sarc and violist Svava Bernharðsdóttir. In this concert they premiere duos by Mist Þorkelsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Bára Grímsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir and María Huld Markan Sigfúsdóttir.

Duo Freyja consists of Rannveig Marta Sarc, Slovene-Icelandic violinist and Svava Bernharðsdóttir, Icelandic violist. They are graduates of The Juilliard School and also mother and daughter. Both are active performers of contemporary music as well as chamber music and early music. Ms Bernharðsdóttir is a member of The Iceland Symphony Orchestra and has released two CDs – Svaviola II containing Icelandic music for viola and piano. Ms Sarc has won many prizes and performed as soloist with orchestras.

Upplýsingar

Dagsetn:
01/02/2020
Tími:
17:00 - 18:00
Series:
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904