Hleð Viðburðir

Rósa Kristín Baldursdóttir syngur söngva Peters Arnesen við ljóð Williams Blake, úr ljóðabókunum “Söngvar sakleysisins” og “Ljóð lífsreynslunnar.” Tónlistin á rætur í dægurlagatónlist, hryntónlist, blús, rokki og jass.

Skáldið, málarinn og hugsuðurinn William Blake (1757-1827) var gagnrýninn á samfélagið og leitaðist við að ota anda, innsæi og frjóum huga gegn rökhyggju og efnishyggju samtíma síns. Hann tókst jafnt á við efni sálfræðilegs eðlis, stjórnmálalegs og trúarlegs.

Ljóðlist Blakes hefur átt aðdáendur í gegnum tíðina allt frá Wordsworth og Rushkin til W.B.Yeats og blómakynslóðarinnar. Hann er eitt fremsta og frumlegasta skáld Englands og sterk, karlmannleg röddin í skáldskap hans hefur bergmálað í menningunni kynslóð fram af kynslóð, allt til okkar daga.

Peter Arnesen ólst upp í Bandaríkjunum og starfaði lengi sem tónlistarmaður í Bretlandi. Síðastliðin tuttugu og fimm ár hefur hann kennt við Motzarteum tónlistarháskólann í Salzburg. Á áttunda og níunda áratugnum starfaði hann með mörgum af helstu stjörnum bresks tónlistarlífs, svo sem Ian Hunter, Nick Ronson, Graham Nash, og The Hollies.

Rósa Kristín er fædd og uppalin í Reykjavík, þar sem hún stundaði píanó-og söngnám. Hún stofnaði og stjórnaði síðar Tjarnarkvartettinum, sem gat sér góðs orðs innan-og utanlands. Rósa stundaði framhaldsnám við Motzarteum tónlistarháskólann í Salzburg, þar sem hún kennir nú. Peter og Rósa hafa undanfarin ár unnið saman að ýmsum tónlistarverkefnum og gefið út tvo geisladiska, sem nefnast: “Songs of Iceland” and “Blástjarna.”

 

Songs composed to the poems of William Blake from his collections, „Songs of Innocence“ and „Songs of Experience“

Composition and Arrangement; Peter Arnesen

Vocals; Rosa Kristin Baldursdottir

The songs are composed in the rhythms and styles of Popular Music ( Rhythm & Blues, Rock, and Jazz)

Poet, painter and visionary William Blake ( 1757 – 1827 ) confronted and sought to negate the Rationalism and Materialism of his time with Spirituality, Intuitiveness and Imagination. He combined poetic and illustrative means in focusing and exploring the political, religious, and psychological issues of his day.

William Blake was a poet, engraver, painter and mystic, and his poetry has attracted the admiration of people as diverse as Wordsworth and Ruskin to W.B. Yeats and the „flower power“ generation. He is one of England“s finest and most original poets whose powerful and muscular voice has echoed down the generations to the present day.

Peter Arnesen has a special link with Blake and his poetry, since he worked as a studio musician in England for years and lived near Blake’s home in East Sussex. He was inspired by Blake’s poetry and the surrounding countryside.

Rósa Kristín is an Icelandic born singer and voice teacher, living in Salzburg, Austria. She received classical music education but interprets various musical styles, including jazz and blues.

Peter and Rosa have cooperated on various musical projects, including Jazz ensamble Ungut, original arrangements of traditional Icelandic folk music and they have released two CD’s, titled Songs of Iceland and Blástjarna. The duo has performed around the world.

 

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website