Hleð Viðburðir

Viðar Víkingsson kvikmyndahöfundur ræðir um formsköpuði í kvikmyndalist, Hitchcock, Bresson, Ozu, Lang og marga fleiri og sýnir dæmi úr merkum kvikmyndum. Þær eru allt frá tímum þöglu kvikmyndanna til okkar daga. Viðar mun leitast við að sýna hvernig heimssýn þessarra höfunda skilaði sér í því sem kvikmyndalistin ein fær tjáð.

Viðar er sjálfstætt starfandi. Viðar lauk námi í kvikmyndaleikstjórn frá  IDHEC,  kvikmyndaskóla franska ríkisins. Hann hefur gert fjölda sjónvarpsmynda, bæði leikinna sem og heimildarmynda.

Eins og aðra fimmtudaga er veitingastaðurinn í Hannesarholti opinn fram á kvöld og getur fólk pantað sér kvöldmat á undan kvöldstundinni. Gleðistund (happy hour) kl. 17-19, lifandi tónlist kl.18.30-20. Borðapantanir í síma 511-1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is

Upplýsingar

Dagsetn:
03/05/2018
Tími:
20:00
Verð:
kr.2500
Viðburður Category:

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hljóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website