Óperukynning
30/01/2016 @ 17:30
| kr.5900Laugardaginn 30. janúar standa Hannesarholt og Íslenska óperan í annað sinn að óperukynningu í Hannesarholti. Að þessu sinni verður óperan DON GIOVANNI eftir Mozart kynnt en Íslenska óperan mun frumsýna hana í Eldorgarsal Hörpu þann 27. Febrúar n.k.
Á þessum viðburði fá gestir einstakt tækifæri til að skyggnast á bakvið tjöldin og heyra hvað fram fer áður en sýningar hefjast.
Leikstjóri verksins, Kolbrún Halldórsdóttir mun fjalla um sína nálgun á uppfærslunni og eins mun Þóra Einarsdóttir sópransöngkona segja frá hvernig hún hefur undirbúið hlutverk á sínum söngferli.
Þrír af söngvurum uppfærslunnar munu flytja valda tónlist úr verkinu, þau Oddur Arnþór Jónsson (Don Giovanni), Hallveig Rúnarsdóttir (Donna Anna) og Þóra Einarsdóttir (Zerlina) við undirleik Aladár Rácz.
Bornir verða fram smáréttir úr eldhúsi Hannesarholts á meðan á dagskrá stendur, þetta er því einstakt tækifæri til að njóta menningar og veitinga í glæsilegum húsakynnum Hannesarholts.
Þetta er viðburður sem enginn óperuunnanda ætti að láta fram hjá sér fara.
Takmarkaður fjöldi miða er í boði á viðburðinn og eingöngu í forsölu á www.midi.is. Smáréttir eru innifaldir í miðaverði og gestum gefst kostur á að kaupa sérvalin vín með matnum.