Tónleikar – Olivier Manoury og Tómas R.Einarsson
25/08/2017 @ 20:00
| kr.2500Föstudagskvöldið 25. ágúst halda franski bandoneónspilarinn Olivier Manoury og kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson tónleika í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Á efnisskránni eru tangó, bóleró, swing og latínsveifla svo eitthvað sé nefnt. Lögin eru flest eftir þá félaga en aðrir tónhöfundar eins og Thelonius Monk koma líka við sögu. Olivier er þekktastur sem tangóspilari, en hann hefur leikið á hljóðfæri sitt, bandoneón, um víða veröld, en Tómas er þekktastur fyrir latínsveiflu sína og djass. Olivier og Tómas komu fyrst fram saman fyrir tæpum þrjátíu árum og hafa oft tekið saman lagið gegnum tíðina.