Tónleikar – Svavar Knútur
09/06/2018 @ 16:00 - 18:00
Söngvaskáldið Svavar Knútur heldur tónleika í Hannesarholti þann 9. júní næstkomandi kl. 16.00. Svavar Knútur hefur getið sér gott orð, ekki einungis fyrir sín eigin lög, heldur einnig fyrir meðferð sína á sígildum söngperlum Íslands.
Þann 10. mars hélt hann tónleika í Hannesarholti þar sem hann rifjaði upp kynni sín af þessum gömlu góðu sönglögum og flutti rúmlega klukkustundarlanga dagskrá, sneisafulla af lögum eftir höfunda eins og Sigfús Halldórsson, Jón Nordal, Pál Ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns og fleiri við ljóð eftir Tómas Guðmundsson, Davíð Stefánsson, Halldór Laxness og Jónas Hallgrímsson ásamt fleiri ljóðsnillingum Íslandssögunnar. Nú endurtekur hann efnisskrána með einungis gítarinn og Ukuleleið í för. Tónleikarnir verða í senn einfaldir og hlýir. Þeir sem þekkja til flutnings Svavars Knúts á hinum sígildu íslensku sönglögum vita vel hvaða fjársjóðskistu hér er verið að opna og mega hugsa sér gott til glóðarinnar. Miðaverð er kr. 3.000 en 2.000 fyrir lífeyrisþega og námsmenn. Frítt er fyrir börn í fylgd með fullorðnum.