Söngstund að sumarlagi

Söngstund með Kristjáni Sigurðssyni og Sæunni Þorsteinsdóttur í veitingastofum Hannesarholts verður rólegheitakvöld þar sem fólk getur tyllt sér við borð í fallegum stofum, fengið sér vatn, kaffi eða eitthvað annað að drekka, hlustað á tónlist og skemmtilega texta og vonandi átt góða stund. Enginn aðgangseyrir.

Tónleikar – Gestur frá gamla landinu

Hljóðberg

Björg Brjánsdóttir flautuleikari og Tina Margareta Nilssen píanóleikari ásamt Stine Aarønes fiðluleikara og Brjáni Ingasyni fagottleikara flytja verk eftir Beethoven, Grieg, Brahms og Sjostakovitsj á notalegum tónleikum í Hljóðbergi laugardaginn 11. febrúar.

kr.2000

Dúó tónleikar fyrir selló og píanó

Hljóðberg

Gunnar Kvaran og Domenico Codispoti leika saman á dúó-tónleikum fyrir selló og píanó verk eftir Brahms, Schumann, Rachmaninoff og Shostakovich. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir tónlistarmenn leika saman opinberlega.

kr.3000

Marbel á ferð og flugi

Hljóðberg

Skemmtilegir tónleikar Marbel Ensemble hópsins frá Rotterdam, þar sem komið er við á ýmsum stöðum og flutt er tónlist í mismunandi samsetningum, skipuðum klarínettu, víólu og sellói. Mayuko Takeda leikur á klarínett, Úlfhildur Þorsteinsdóttir á víólu og Sebastiaan van den Bergh á selló.

kr.2500

Harmoníkutónleikar

Hljóðberg

Ástu Soffíu, Mariusar og Kristinar. Öll hafa þau numið harmonikkuleik í Norges musikkhøgskole. Á efnisskránni eru fjölbreytt harmóníkutónlist og margbrotnar hliðar harmóníkunnar verða kynntar.

kr.2000

Anna og Sölvi fara hringinn

Hljóðberg

Frændsystkinin og dúóið Anna Gréta Sigurðardóttir og Sölvi Kolbeinsson leika frumsamda tónlist og útsetningar sem þau hafa unnið að síðustu mánuði. Tónlistin gæti flokkast sem melódískur djass undir þjóðlagaáhrifum þar sem spuninn er í fyrirrúmi. Anna og Sölvi hafa bæði hlotið titilinn „bjartasta vonin“ á íslensku tónlistarverðlaunum, Anna árið 2015 og Sölvi 2016

kr.2000