Upplestur rithöfunda

Baðstofuloftið í Hannesarholti Grundarstígur 10, Reykjavík , Iceland

Rithöfundar lesa úr bókum sínum Sannkölluð jólastemmning verður sunnudaginn 11. desember í Hannesarholti en þá munu valinkunnir rithöfundar lesa úr verkum sínum. Tilvalið að mæta með ullarband og prjóna og hlusta á upplestur á Baðstofulofinu í Hannesarholti. Kaffihúsið verður að sjálfsögðu einnig opið.

Leikur að garni – List án landamæra

Baðstofuloftið í Hannesarholti Grundarstígur 10, Reykjavík , Iceland

Á sýningunni Leikur að garni verða til sýnis og sölu barnapeysur, húfur, dúkkuhúfur og dúkkupeysur prjónaðar úr léttlopa hannaðar af Halldóru Sigríði Bjarnadóttur. Peysurnar eru litríkar, bjartar og skemmtilegar og í þeim er mikill leikur.

Undir súðinni – opnun

Baðstofuloftið í Hannesarholti Grundarstígur 10, Reykjavík , Iceland

Listahópurinn ARKIR sýnir ný og eldri bókverk í Hannesarholti í febrúar. Flest verkin eru aðeins til í einu eintaki en efni og aðferðir sem notaðar eru við sköpunina eru margvíslegar

Barnamenningarhátíð – Skissuævintýri

Baðstofuloftið í Hannesarholti Grundarstígur 10, Reykjavík , Iceland

Skissuævintýrið er spennandi teikninámskeið fyrir börn þar sem farið verður í sögulegt ferðalag um Hannesarholt.Farið verður aftur til áranna þegar Ísland var í þann veg að verða sjálfstæð þjóð. Börnin fá að heyra ljóð Hannesar Hafstein um storma, þorra, sjóinn og ástina á Íslandi.

Free