Hljóðberg
Tónleikar – Hrafnar
HljóðbergHljómsveitina skipa Hlöðver Guðnason, bræðurnir Georg og Vignir Ólafssynir og bræðurnir Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir. Allt gamalreyndir tónlistarmenn með langan feril að baki í hinum ýmsu hljómsveitum.
Syngjum saman
HljóðbergSöngstund fyrir almenning, þar sem textar birtast á tjaldi og allir taka undir. Bræðrasynirnir Jóhann Vilhjálmsson og Gunnar Kr. Sigurjónsson stjórna fyrstu söngstundinni í haust. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 króna aðgangseyri.
Dagstund með Rúnu
HljóðbergSigrún Guðjónsdóttir myndlistarmaður, Rúna er meðal elstu starfandi myndlistarmanna á landinu, fædd 1926. Ragnheiður Gestsdóttir, dóttir Rúnu, mun spjalla við hana um lífið og listina.
Anna og Sölvi fara hringinn
HljóðbergFrændsystkinin og dúóið Anna Gréta Sigurðardóttir og Sölvi Kolbeinsson leika frumsamda tónlist og útsetningar sem þau hafa unnið að síðustu mánuði. Tónlistin gæti flokkast sem melódískur djass undir þjóðlagaáhrifum þar sem spuninn er í fyrirrúmi. Anna og Sölvi hafa bæði hlotið titilinn „bjartasta vonin“ á íslensku tónlistarverðlaunum, Anna árið 2015 og Sölvi 2016
Harmoníkutónleikar
HljóðbergÁstu Soffíu, Mariusar og Kristinar. Öll hafa þau numið harmonikkuleik í Norges musikkhøgskole. Á efnisskránni eru fjölbreytt harmóníkutónlist og margbrotnar hliðar harmóníkunnar verða kynntar.
Allskonar ást!
HljóðbergAllskonar ást! :: Kvöldstund með Siggu Eyrúnu og Kalla Olgeirs, [...]
Marbel á ferð og flugi
HljóðbergSkemmtilegir tónleikar Marbel Ensemble hópsins frá Rotterdam, þar sem komið er við á ýmsum stöðum og flutt er tónlist í mismunandi samsetningum, skipuðum klarínettu, víólu og sellói. Mayuko Takeda leikur á klarínett, Úlfhildur Þorsteinsdóttir á víólu og Sebastiaan van den Bergh á selló.
Blyde Lasses frá Hjaltlandseyjum
HljóðbergTónleikar með gleðiþyt frá Hjaltlandseyjum í boði Claire White og [...]
Héðan og þaðan – píanó og fiðla
HljóðbergMathias Halvorsen píanóleikari og Hulda Jónsdóttir fiðluleikari halda tónleika í [...]
Lýra norðursins og saga Auðar djúpúðgu
HljóðbergNorska þjóðlagasveitin Lyra fra nord flytur eigið efni í tali og tónum um Auði djúpúðgu og langferð hennar til Íslands. Auk söngs og frásagnar er leikið á tvær lýrur sem byggðar eru á ævafornum fyrirmyndum. Tónlistin leitast við að dýpka skilning á víkingatímanum í gegnum ljóð og lag.