Anna og Sölvi fara hringinn

Hljóðberg

Frændsystkinin og dúóið Anna Gréta Sigurðardóttir og Sölvi Kolbeinsson leika frumsamda tónlist og útsetningar sem þau hafa unnið að síðustu mánuði. Tónlistin gæti flokkast sem melódískur djass undir þjóðlagaáhrifum þar sem spuninn er í fyrirrúmi. Anna og Sölvi hafa bæði hlotið titilinn „bjartasta vonin“ á íslensku tónlistarverðlaunum, Anna árið 2015 og Sölvi 2016

kr.2000

SUNGIÐ SAMAN

Grundarstígur 10, Reykjavík, Iceland

Fyrsti samsöngur haustsins... Pálmar Óla

Dagstund með Rúnu

Hljóðberg

Sigrún Guðjónsdóttir myndlistarmaður, Rúna er meðal elstu starfandi myndlistarmanna á landinu, fædd 1926. Ragnheiður Gestsdóttir, dóttir Rúnu, mun spjalla við hana um lífið og listina.

kr.1500

Syngjum saman

Hljóðberg

Söngstund fyrir almenning, þar sem textar birtast á tjaldi og allir taka undir. Bræðrasynirnir Jóhann Vilhjálmsson og Gunnar Kr. Sigurjónsson stjórna fyrstu söngstundinni í haust. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 króna aðgangseyri.

kr.1000

Tónleikar – Hrafnar

Hljóðberg

Hljómsveitina skipa Hlöðver Guðnason, bræðurnir Georg og Vignir Ólafssynir og bræðurnir Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir. Allt gamalreyndir tónlistarmenn með langan feril að baki í hinum ýmsu hljómsveitum.

kr.3000

Syngjum saman

Hljóðberg

Pálmar Ólason stjórnar annarri söngstund haustsins. Börn fá frítt í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 kr. Miðasala á midi.is og á hlekknum hér að neðan.

kr.1000