Veganhátíð 4. og 5. mars
Að kvöldi föstudagsins 4. mars og laugardagsins 5. mars gefst gestum Hannesarholts kostur á að gæða sér á dýrðlegum fimm rétta vegan-matseðli Hannesarholt hefur á undanförnum misserum boðið uppá veganrétti alla daga vikunnar í bland við sinn hefðbundna matseðil og nú verður í fyrsta sinn slegið upp glæsilegri veganhátíð þar sem boðið verður uppá fimm rétta sælkera matseðil sem hentar jafnt grænkerum sem öðrum.